Skráðu þig í Prótó og láttu þína hugmynd verða að veruleika.
Komdu þinni hugmynd áfram á fjórum vikum, á þeim tíma sem hentar þér best.
Þú þarft ekki að vera með hugmynd áður en þú skráir þig því fyrsta vikan fer alfarið í að velja og móta hugmynd.
App, tónlist, vefsíða, bók, tölvuleikur, borðspil, list, kvikmynd, vara eða í raun hvað sem er.
Vertu hluti af öflugu samfélagi þar sem þið deilið ferlinu, veitið hvert öðru endurgjöf og hvatningu. Þar getur þú líka fundið fólk til að vinna með í þinni hugmynd eða einhverri annarri.
Planað og mótað hvað á að skapa
Hugmyndin gerð sýnileg
Ítrun út frá endurgjöf
Hugmyndin gefin út